Stjórnun og skipulag

Heilabrot endurhæfing ses. starfar samkvæmt lögum nr 33/1999 um sjálfseingarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.

Tilgangur stofnunarinnar er að gera einstaklingum með ákominn heilaskaða kleift að lifa eins sjálfstæðu lífi og taka eins virkan þátt í samfélaginu og mögulegt er miðað við ástand, batahorfur og bestu vísindalegu þekkingu á hverjum tíma.

Samþykktir Heilabrota má finna hér.

Stjórn Heilabrota endurhæfingar ses. var kosin á stofnfundi stofnunarinnar þann 4. október 2022. Stjórnina skipa:

Fanney Þórsdóttir

Dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Fanney er með doktorsgráðu í sálfræði frá London School of Economics and Political Science. Hennar sérsvið er megindleg sálfræði og hún stundar rannsóknir á ýmsum sviðum megindlegrar sálfræði, meðal annars á gæðum klínískra matstækja sem mæla almenna kvíðaröskun, þunglyndi og áfallastreituröskun.

Fanney er ásamt samstarfsfólki sínu að skipuleggja viðamikið rannsóknaverkefni á þróun matstækja sem unnt er að nota til að greina árangur af endurhæfingarmeðferð eftir heilaskaða.

Emil Harðarson

Doktorsnemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík

Emil stundar doktorsnám við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Þar þróar hann nýjar aðferðir til að vinna úr lífeðlisfræðilegum mæligögnum (e. biomedical data), með áherslu á gögn úr svefnmælingum.

Hann er með BS gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í vélrænu námi (e. Machine Learning) með áherslu á taugavísindi og skynjun.