Heilabrot í Kaupmannahöfn

22. september 2022

Fulltrúar Heilabrota heimsóttu Center for Hjerneskade í Kaupmannahöfn, sem sérhæfir sig í taugaendurhæfingu fyrir fólk með heilaskaða https://centerforhjerneskade.dk/ og er leiðandi á því sviði í Danmörku. Við fengum kynningu á sögu starfseminnar, uppbyggingu og fjármögnun. Við fengum auk þess ítarlega kynningu á skipulagi endurhæfingarinnar og á tengslum við kennslu og rannsóknir í taugaendurhæfingu. Í heimsókninni var okkur boðið í skoðunarferð um stöðina og gafst okkur tækifæri til að sjá hvernig dagleg starfsemi fer fram hjá stofnun sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í endurhæfingu eftir heilaskaða. ​ https://centerforhjerneskade.dk/nyhedsliste/island-vil-laere-af-vores-rehabilitering/