Heilabrot heimsækir Graham Anderson House

14. mars 2023

Hópur frá Heilabrotum heimsótti Graham Anderson House í Glasgow en stofnunin er leiðandi í endurhæfingu einstaklinga með mjög erfiða hegðun eftir heilaskaða í Bretlandi. Allir skjólstæðingar dvelja á stofnuninni (inpatient) og hluti endurhæfingarinnar fer fram í lokuðu úrræði. Við fengum kynningu á skipulagi endurhæfingarinnar, sem hefur skilað mjög góðum árangri.